Vöruflokkar

Oled.is var sett í gang 01 janúar 2010.  við einsettum okkur frá byrjun að bjóða sem best verð og gæði á LED ljósum frá okkur.  Við erum í beinu sambandi við bestu framleiðendur kína á LED ljósum og höfum hannað sjálfið og látið framleiða fyrir  nokkur ljós sem ekki voru fáanleg áður og eru aðeins fáanleg hjá okkur.  Árið 2011 tókum vi ðþátt í hönnunarsamkeppni fyrir Marel um ljós sem nota átti í aðgerðaborðin í framleiðslutækjum Marel.   Skemmst er frá að segja að við unnum þessa samkeppni  og framleiðun núna þessi ljós fyrir Marel.  Við erum með okkar eigið fólk í gæðaeftirliti á þeim vörum sem við látum framleiða fyrir okkur þannig að tryggt sé að íhlutir í ljósum sé frá þeim aðilum sem við biðjum um og borgum fyrir .  Við notum eingöngu LED díóður frá Bridgelux, Epistar, Cree og Panasonic.  Við tökum að okkur að skoða húsnæði hjá viðskiptavinum okkar og gera heildar tilboð í LED lausnir hjá viðkomandi. Fyrir nokkru fórum við líka að flytja inn LED og Xenon ljós fyrir ökutæki og vinnuvélar og erum að bjóða með betri verðum og gæðum í þau ljós hérlendis. Einnig á þessum vettvangi kom í ljós vöntun á höhhun LED ljósa og erum við þ´vi núna í ferli að hanna og lata framleiða fyrir okkur ofuröflug LED kastara ljós fyrir fólks og vörubíla og vinnuvélar sem byggja á CREE X6-LM díóðunni  sem er gríðarlega öflug. Þeei ljós ttu að berast í sölu hjá okkur um mitt árið 2013.